Yawanawa og Aveda
Yawanawa ættbálkurinn ræktar uruku en fræ þeirra búa til einstakan rauðan lit. Litarefnið er líka þekkt undir nafninu Annatto. Ættbálkurinn býr við Amazon ánna í Brasilíu. Yawanawa eru frumbyggjar og heimkynni þeirra ná yfir 92 þúsund hektara af landi, því til samanburðar má geta þess að ræktanlegt landsvæði á Íslandi er 121 þúsund hektarar.
Yawanawa nota litinn til þess að mála andlit sitt og líkama. Einstakir eiginleikar litsins gera hann tilvalinn til snyrtivöruframleiðslu en hefbundnir snyrtivöruframleiðendur nota blóð úr lús til þess að fá rauðan lit. Stofnandi Aveda hitti höfðingja Yawanawa fyrir um 30 árum síðan. Síðan þá hefur Aveda unnið með ættbálknum og þróað samband sitt við hann. Sú samvinna gekk vel en svo skiptist ættbálkurinn í tvær fylkingar og uppbyggingin hófst að nýju og stendur enn.
Saga Yawanawa
Samfélag þeirra átti undir högg að sækja seint á 19 öldinni vegna ágangs gúmítrjáa ræktenda á land þeirra. Fólkið var hneppt í ánauð og urðu þrælar gúmítrjáræktenda. Allt var gert til þess að þurrka út menningu Yawanawa og fólkið þurfti að þola harðræði kynslóð eftir kynslóð. Alda gamlar hefðir áttu undir högg að sækja. Þegar eftirspurn eftir gúmíi drógst saman um miðbik 20. aldarinnar voru lífshættir Yawanawa fólksins mikið breyttir, öldum saman hafði fólkið ræktað landið og veitt sér til matar. Fjöldi fólks hafði farið til borga að leita sér að betra lífsviðurværi.
Fyrstu merki þess að jákvæðar breytingar væru í vændum var árið 1984. Ungur maður að nafni Biraci Brazil var sendur til mennta í borginni Rio Branco. Þar uppgötvaði hann lög sem tryggja ýmis réttindi frumbyggja. Biraci kom til baka vopnaður skjali þess efnis að réttur Yawanawa til yfirráða yfir eigin landi væri óumdeilanlegur. Biraci var kosinn höfðingi Yawanawa ættbálksins árið 1987 og barðist hann fyrir sjálfstæði síns fólks og gegn yfirráðum gímíiðnaðarins á landinu.
Yawanawa vildu auka sjálfstæði sitt og til þess var nauðsynlegt fyrir ættbálkinn að skapa tekjur óháðar gúmíiðnaðinum. Markmið þeirra var að endurreisa menningu sína og lífshætti.
Yawanawa og Aveda byggja upp samband.
Það var í þessu samhengi sem samband myndaðist milli Biraci og Horst Rechelbacher, stofnanda Aveda. Þeir hittust á fundi Sameinuðuþjóðanna um umhverfismál og þróun í Rio de Janeiro, sem fór fram í Brasilíu árið 1992.
Uruku litarefnið er unnið úr fræjum ávaxtar en Yawanawa hafa notað litarefnið öldum saman í sínu menningarlífi. Þeir mála húð sína við sérstakar athafnir með minstri sem hefur mikið gildi fyrir ættbállkinn. Sérhvert mynstur er einstakt og hver einstaklingur á sitt eigið mynstur. Þetta einstaka hráefni dró Aveda að Yawanawa ættbálknum.
Annato litarefni er ódýrt litarefni sem er notað í mat. Það er ræktað víða í hitabeltinu. Aveda kaus að vinna með Yawanawa ættbálknum vegna skuldbindingar okkar að kaupa einungis hráefni sem fæst með ábyrgum búskap og til þess að vernda samfélög frumbyggja, þekkingu þeirra á plöntum og á eiginleikum þeirra.
Það er ekki auðvelt að þróa aðferðir frá einkanotum Yawanawa á Uruku til uppskeru sem hægt væri að selja til að afla tekna fyrir ættbálkinn. Það tók yfir 10 ár að þróa aðferðir til þess að ná árangri. Á þessum tíma tók nýr höfðingi við leiðtogahlutverkinu, hann heitir Tashka Yawanawa. Á fyrsta árum nýrrar aldar tóku lífsgæði Yawanawa mikinn kipp. Þeir hafa endurheimt menningu sína, byggt heilsugæslu með aðstoð Aveda og tryggt mataröryggi sitt. Árið 2008 skipti ættbálkurinn sér í tvær fylkingar undir leiðsögn Biraci og Tashka. Aveda nýtir rauðalitarefnið í fjölda vara sem njóta mikilla vinsælda.
Ávinningur og áskoranir í sambandinu.
Yawanawa hafa náð góðum árangri í að endurheimta menningu sína og lífsstíl með stuðningi Aveda. Þeir gáfu út sína fyrstu bók á sínu eigin tungumáli ásamt því að framleiða myndband sem heitir „Yawa“ þar sem þeir sýna og segja frá menningu sinni.
Með tekjum sínum og stuðningi Aveda hefur ættbálkurinn getað helgað landsvæði undir uruku ræktun ásamt því hafa þeir keypt tæki og tól til þess að fullvinna afurðina og hækka þannig tekjur sínar. Með fjármunum frá Jarðarmánuði Aveda hefur verið hægt að byggja skóla og heilsugæslu og grafið vatnsbrunna til að bæta aðgengi að hreinu drykkjarvatni. Þá hefur Aveda fjármagnað kaup á bátavélum sem ganga fyrir bio-díseli.
Ávinningur Aveda á samstarfinu er mikill, þar á meðal hefur myndast þekking á því hvernig best sé að vinna með frumbyggjum landsvæða þaðan sem Aveda fær hráefni sitt frá. Aveda hefur lært mikið um menningu frumbyggja með þátttöku sinni í verkefnum með Sameinuðuþjóðunum. Það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með Yawanawa ættbálknum styrkjast og verða sjálfstæður. Við höfum unnið með þeim á þeirra forsendum. Við höfum hagnast á samstarfinu með því að læra af þeim listræna nálgun þeirra á notkun á litarefnum. Það hefur skilað sér í vörum sem við höfum búið til og líka til umbúða vara okkar.
Áskoranir hafa verið margar og ekki hefur allt gegnið upp.
Það var erfitt að breyta aðferðum við ræktun á Uruku, farið var úr því að týna vilta ávexti í það að rækja þá í hólfum á landi. Það tók 10 ár að komast þangð og það þurfti að fá fleiri aðila að verkefninu til þess að það tækist.
Markmiðið hefur alltaf verið að Yawanawa gætu orðið sjálfstæðir og selt til fleiri aðila en það hefur ekki tekist – stærsta áskorunin er landfræðileg lega og fjarlægð frá mörkuðum. Aveda vill að fleiri aðilar kaupi litarefnið þannig að ættbálkurinn verði ekki háður einu fyrirtæki.
Þegar ættbálkurinn skiptist í tvær fylkingar stöðvaðist ræktun þeirra á uruku og önnur fylkingin er enn að vinna í því að byggja upp ræktun á uruku og hefur Aveda þurft að kaupa uruku fræjin frá fleiri ræktendum vegna þess.
Sambandið heldur áfram að þróast og ber vitni þess að við viljum vinna með samfélögum frumbyggja og vernda líffræðilegan fjölbreytileika Amazon regnskógarins.
Horft til framtíðar.
Aveda styrkir enn þróun á nýju ræktunarlandi fyrir Uruku rætkun. Aveda greiðir samfélaginu fyrir notkun á öllu efni sem tengist Yawanawa ættbálknum og vinnur með báðum fylkingunum. Þeirra markmið er fullkomið fjárhagslegt sjálfstæði og við vinnum með þeim að því markmiði.