Járn gerir mikið fyrir hárið þitt.

Járn gerir mikið fyrir hárið þitt.

Járn er mikilvægt næringaefni fyrir alla. Járn skortur lýsir sér meðal annars með því að hárið verður brothætt. Því langvinnari sem járnskorturinn verður því meiri áhrif hefur það á hárheilsu þína.

Ef maturinn þinn er ekki járnríkur er hægt að bæta úr því. Við spurðum Dr. Monu Vand ráða, hún er Lyfjafræðingur og þekktur áhrifavaldur þegar kemur að heilsu og heilbrigðum lífsstíl.  Hér er uppskrift af járnríkum morgunmat.

Græn morgun skál.

„Ég elska þessa uppskrift því hún er stútfull af næringu. Ég vil byrja daginn á því að fá næringaríkan morgunmat sem nærir öll kerfi líkama og hugar, þessi skál er fullkomin byrjun á deginum. Hún er hlaðin af járni eða um 13.mg – 21mg af járni“ segir Mona.

 Innihald:
- 1 bolli af ferskum eða frosnum berjum (veldu lífrænt þegar það er kostur, notaðu jarðaber/hindber fyrir grænan smoothie, dekkri ber ef þú vilt hafa hann fjólubláan.

 - 2 handylli af spínati(veldu lífrænt)
- 1 lítil lúka af grænkáli (veldu lífrænt // fjarlægja stóra stilka)
- 1½ - 2 bolli af ósætri möndlumjólk
- ½ bolli af bókhveiti
- ¼ - ½ bolli af lífrænt ræktuðum höfrum

 

Leiðbeiningar:
1.
 Settu hafrana í blandara með smá af möndlumjólkinni, blandaðu þangað til þú sérð varla hafrana. Þú getur bæði notað hráa eða eldaða hafra, fer eftir þínum smekk.
2. Settu restina af innihaldsefninu í blandarann ásamt nokkrum klökum og blandaðu þangað til áferðin verður kremkennd.
3. Smakkaðu og bættu við hráefni eftir smekk, smoothi-inn verður grænni ef þú bætir við spínati eða grænkáli, að bæta við möndlumjólk gerir hann rjómakenndari.
4. Fyrir grænni smoothie er tilvalið að nota jarðaber eða hindber. Bláber eða brómber gera drykkinn dekkri.
5. Skiptu í tvær skálar og settu ferska ávexti ofan á.
6. Hægt er að geyma afganga í ísskápnum.

Read more

Yawanawa og Aveda

Yawanawa og Aveda

Aveda og Leaping Bunny

Aveda og Leaping Bunny

5 sögusagnir um hár sem þú átt ekki að trúa.

5 sögusagnir um hár sem þú átt ekki að trúa.