5 sögusagnir um hár sem þú átt ekki að trúa.
Þú hefur kannski heyrt „ef þú kippir einu gráu hári upp þá koma fleiri grá hár í staðin“ eða „hárlos kemur frá móðurættinni“. Margar af vinsælustu sögusögnunum eru einfaldlega ekki sannar.
Sögusögn 1: Ef þú vilt að hárið vaxi hraðar farðu þá í klippingu.
Staðreynd: Já – hárið vex hraðar ef það er snyrt reglulega og það verður líka heilbrigðara fyrir vikið. Hins vegar getur reglulega þýtt mismunandi hluti fyrir mismunandi einstaklinga. Hugsi fólk vel um hárið nægir því að klippa hárið 3-4 sinnum á ári. Sé hárið ílla farið þarf að klippa í burtu skemmdirnar áður en hægt er að byggja upp fallegt heilbrigt hár.
Sögusögn 2: Því meira sem er notað af næringu því betra verður hárið.
Staðreynd: Nei ekki rétt. Það er mikilvægara að nota réttu næringuna en mikið af næringu sem passar kannski ekkert sérstaklega fyrir hárið þitt. Spurðu fagmanninn hvaða næring hentar þínu hári.
Sögusögn 3: Hárið þitt venst vörunum sem þú notar og þær hætta að virka fyrir hárið þitt.
Staðreynd: Nei það er rangt. Hárið getur síkkar, þykknað og áferðin getur breyst. Hárið vex stöðugt. Vörurnar sem þú notar strax eftir klippingu geta síður hentað hárinu þínu þegar það er orðið til dæmis 10cm lengra. Þá geta mismunandi tímabil í lífi einstaklinga kallað eftir mismunandi vörum, til dæmis þegar kona er ólett, þá er algent að þéttileiki hársins breytist, það getur bæði orðið þynnra eða þykkara. Þess vegna er gott að skipta um vörur eftir ástandi hársins hverju sinni – ekki það að vörurnar hætti að virka af því að hárið þitt hafi vanist þeim.
Sögusögn 4: Ef þú ert á leið á hárgreiðslustofu átt þú að mæta með skítugt hár.
Staðreynd: NEI, alls ekki. Það er best ef þú mætir með hárið mótað í þeim stíl sem þú kýst að hafa það. Þannig getur fagmaðurinn hjálpað þér að fá stílinn sem þú sækist eftir, bæði með því að klippa hárið og með því að finna með þér réttu vörurnar.
Sögusögn 5: Það er best að sleppa því að nota hárnæringu ef hárið er fíngert eða þunnt.
Staðreynd: Já og nei. Það er mikill munur á hárnæringum. Sumar næringar geta þyngt hárið, en sumar næringar eru sérstaklega búnar til fyrir fíngert eða þunnt hár. Fólk með fíngert eða þunnt hár á að nota næringu, það getur byrjað á því að setja það frá miðju hársins til enda, forðast hársvörðinn. Fólk sem er með stutt, fíngert eða þunnt hár geta notað næringu sjaldnar en allir ættu að nota næringu. Það þarf bara að vera rétta næringin fyrir hárið þitt.